Erlent

Ég SAGÐI þér að fara í sætið þitt

Óli Tynes skrifar

Samtök flugfreyja og flugþjóna í Bandaríkjunum vilja að bardagalist sé bætt inn á kennsluskrá þeirra svo þau geti tekist á við hryðjuverkamenn og óróaseggi ef því er að skipta.

Samtökin vilja að ríkisvaldið fjármagni þetta og biðja þingið að hafa þetta í huga þegar sett verða ný lög um varnir á flugvöllum og í flugvélum á næstunni.

Samtökin rökstyðja mál sitt með ýmsum dæmum. Um síðustu jól var maður til dæmis yfirbugaður þegar hann reyndi að sprengja sprengju um borð í flugvél sem var á leið til Bandaríkjanna.

Bandaríkjamenn taka flugöryggi mjög föstum tökum. Til dæmis eru vopnaðir öryggisverðir um borð í flugvélum þeirra.

Evrópubúar veigra sér við að ganga svo langt. Formaður samtaka danskra flugfreyja segir til dæmis að þau vilji frekar að fjármunum sé varið í öryggi á jörðu niðri til þess að tryggja að þeir sem hafi illt í huga komist aldrei um borð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×