Erlent

Tilkynntu óvart að hundrað farþegar væru dauðir

Fyrir mistök fór tilkynning um mannskætt lestarslys á heimasíðu franska lestarfyrirtækisins SNCF í gær. Yfir hundrað farþegar voru sagðir látnir og á fjórða hundrað slasaðir eftir mikla sprengingu í hraðlest sem fer á milli París og borgarinnar Dijon.

Það var ekki fyrr en fjölmiðlamenn hófu að spyrjast fyrir nánar um sprenginguna þegar forráðamenn fyrirtækisins áttuðu sig á mistökunum. Skömmu síðar birtist önnur frétt á heimasíðunni þar sem kom fram að um æfingu hafi verið að ræða. Fyrirtækið legði áherslu á öryggi farþega sinna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×