Erlent

Helltu blóði fyrir utan heimili forsætisráðherrans

Mótmælendur fyrir utan heimili forsætisráðherrans í Bangkok
Mótmælendur fyrir utan heimili forsætisráðherrans í Bangkok Mynd/AP
Rauðklæddir stjórnarandstæðingar í Tælandi helltu sínu eigin blóði fyrir utan heimili Abhisit Vejajjiva, forsætisráðherra landsins, í nótt. Forsætisráðherrann og fjölskylda hans voru að heiman.

Í gær úthelltu þúsundir stjórnarandstæðinga blóði á opinberar byggingar í höfuðborginni Bangkok. Þeir vilja að ríkisstjórnin fari frá völdum og að boðað verði til kosninga svo að milljarðamæringurinn Thaksin Shinawatra sem var steypt af stóli sem forsætisráðherra fyrir fjórum árum geti tekið aftur við völdum í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×