Erlent

Úthelltu eigin blóði

Óli Tynes skrifar
Blóðinu var safnað á stóra plastbrúsa og svo hellt á opinberar byggingar.
Blóðinu var safnað á stóra plastbrúsa og svo hellt á opinberar byggingar.

Tugþúsundir Tailendinga úthelltu blóði sínu fyrir málstaðinn í dag, í orðsins fyllstu merkingu.

Mótmælendurnir höfðu krafist þess að ríkisstjórnin færi frá völdum um miðjan dag í gær.

Þegar ekki var orðið við því gáfu um 50 þúsund manns blóð sem var safnað saman í stóra plastbrúsa. Þessu blóði var svo hellt á ýmsar opinberar byggingar til þess að leggja áherslu á kröfurnar.

Her og lögregla var í viðbragðsstöðu en ekki kom til neinna átaka. Mótmælendurnir vilja að Thaksin Shinawatra forsætisráðherra taki aftur við völdum í Thailandi.

Thaksin er margfaldur milljarðamæringur. Honum var steypt af stóli árið 2006.

Hann var jafnframt dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir spillingu og býr nú í útlegð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×