Erlent

Múslimar ætla að stefna dönskum blöðum fyrir breskum dómstólum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Westergaard hefur margsinnis verið hótað lífláti vegna myndar sinnar. Mynd/ AFP.
Westergaard hefur margsinnis verið hótað lífláti vegna myndar sinnar. Mynd/ AFP.
Hópur múslima hyggst stefna dönskum dagblöðum fyrir breskum dómstólum vegna birtinga á myndum af Múhameð spámanni.

Lars Barfoed, dómsmálaráðherra Danmerkur, segir að það sé algerlega óviðunandi fyrir Dani ef hægt er að dæma dönsk dagblöð í Lundúnum fyrir ummæli sem eru lögleg í Danmörku. Barfoed segir að það yrði óþolandi árás á tjáningarfrelsið. Danmarks Radio segir að Barfoed hafi því ákveðið að leita með málið til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.

Birting dönsku blaðanna á myndunum olli mikilli reiði á sínum tíma. Kurt Westergaard, einum þeirra sem teiknaði myndirnar, hefur margsinnis verið hótað lífláti vegna þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×