Erlent

Barnaníðingur borgaði foreldrum fórnarlambs fyrir að þegja

Foreldrar fjögurra ára bresks drengs hafa verið harðlega gagnrýndir eftir að upp komst að fertugur kennari sem misnotaði son þeirra kynferðislega nokkrum sinnum borgaði þeim fyrir að þegja í stað þess að fara til lögreglunnar. Upp komst um málið þegar drengurinn sem nú er átta ára sagði frá því misnotkuninni.

Barnaníðingurinn greiddi foreldrunum 18 þúsund pund eða 3,4 milljónir fyrir að þegja. Talsmaður samtaka um forvararnir gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum vill að foreldrarnir verði ákærðir fyrir að hylma yfir barnaníðingnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×