Erlent

Bandaríkjamenn hætta við Ísraelsheimsókn

Óli Tynes skrifar
Palestínumenn hafa mótmælt byggingaráformum með grjótkasti.
Palestínumenn hafa mótmælt byggingaráformum með grjótkasti. Mynd/AP

Bandaríkjamenn hafa hætt við að senda George Mitchell til Ísraels í dag, en hann er sérlegur sendimaður þeirra í Miðausturlöndum.

Ástæðan er tilkynning Ísraela um að þeir hyggist byggja 1600 nýjar íbúðir í Austur-Jerúsalem. Þar búa nú um 250 þúsund Palestínumenn og 180 þúsund Gyðingar.

Palestínumenn vilja ekki sjá að fá fleiri Gyðinga inn í borgarhlutann. Benjamín Netanyahu forsætisráðherra Ísraels hefur nær alltaf tekið harðlínustefnu í deilum um landamæri og hann heldur fast við að íbúðirnar verði reistar.

Á Ísraelska þinginu í gær sagði hann að Ísraelar hefðu verið að byggja íbúðir í Austur-Jerúsalem í fjörutíu ár.

Það hefði ekki á nokkurn hátt skaðað Palestínumenn eða verið á þeirra kostnað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×