Erlent

Eftirskjálfti upp á 6,7 skók Chile

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Skjálfti upp á 8,8 skók Chile í lok febrúar.
Skjálfti upp á 8,8 skók Chile í lok febrúar.
Eftirskjálfti upp á 6,7 á Richter skók strendur Chile í gærkvöld um 70 kílómetrum frá borginni Conception. Borgin varð illa úti í skjálfta upp á 8,8 á Richter sem reið yfir landið þann 27. febrúar síðastliðinn. Björgunarsveitamenn í Chile segja að enginn hafi skaðast í eftirskjálftanum og ekki sé vitað um að neinar skemmdir hafi orðið. Ekki er búist við að skjálftinn valdi flóðbylgju.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×