Erlent

Segir bin Laden aldrei nást á lífi

Eric H. Holder, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, segist sannfærður um að Osama bin Laden verði aldrei dreginn fyrir bandarískan dómstól.

„Við skulum halda okkur við raunveruleikann hér," sagði Holder í yfirheyrslu hjá bandarískri þingnefnd á þriðjudag. Ef hann finnst, „þá verður hann drepinn, annaðhvort af okkar mönnum eða sínum eigin mönnum".

Osama bin Laden, leiðtogi hryðjuverkasamtakanna Al Kaída, er enn talinn vera í felum öðru hvorum megin landamæra Pakistans og Afganistans.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×