Erlent

Þjóðverjarnir eru komnir

Óli Tynes skrifar
Æi.
Æi.

Það tókst ekki í fyrri heimsstyrjöldinni og það tókst ekki í síðari heimsstyrjöldinni. En í dag stjórna Þjóðverjar öllum helstu bílaverksmiðjum Bretlands.

Þetta á við um Bentley, Aston Martin, Mini, Rolls Royce og Jagúar Land Rover. Eina breska fyritækið sem eftir er sem skiptir einhverju máli er Lotus.

Og það er skammgóður vermir því þar er einnig að taka við þýskumælandi maður....sá er að vísu frá Sviss.

Það er þó kannski huggun harmi gegn hjá Bretum að síðan Þjóðverjar tóku við seljast bílarnir þeirra miklu betur en áður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×