Erlent

Englarnir fljúga aftur í Los Angeles

Óli Tynes skrifar
Engill á uppleið.
Engill á uppleið. Mynd/AP

Stysta járnbrautarleið í heimi hefur verið opnuð aftur í Los Angeles. The Angels Flight heitir hún og var fyrst opnuð árið 1901.

Engla flugbrautin er 91 metri að lengd og liggur upp hæð sem heitir Bunker Hill. Hallinn er 33 gráður.

Tveir vagnar ganga eftir brautinni. Þeir eru á samhliða teinum á brautarpöllunum efst og neðst en þar í milli eru einfaldir teinar.

Vagnarnir eru hífðir upp og slakað niður með köplum. Kaplarnir eru tengdir þannig að þegar annar vagninn er hífður er hinum slakað.

Brautinni var lokað árið 2001 eftir að kapall slitnaði og annar vagninn þeyttist niður teinana og skall á hinum. Einn maður fórst og fimm slösuðust.

Það var fyrsta banaslysið sem varð vegna bilunar.

Nú hafa vagnarnir verið endurbyggðir með bremsukerfi sem grípur sjálkrafa inní ef kapall slitnar.

Íbúar Los Angeles og ferðamenn eru glaðir yfir að fá þetta sögufræga almenningsfarartæki aftur í notkun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×