Erlent

Holskefla nauðungaruppboða í Danmörku

Óli Tynes skrifar
Frá Kaupmannahöfn.
Frá Kaupmannahöfn.

Nauðungaruppboðum á íbúðarhúsnæði hefur fjölgað um 164 prósent í Danmörku síðan árið 2006.

Fyrir utan allt annað sem því fylgir hefur það haft í för með sér að það eru komnir langir biðlistar í réttarkerfinu.

Nauðungaruppboð eru meðhöndluð í héraðsdómi í Danmörku. Á síðasta ári afgreiddi hann 150 þúsund fleiri mál en árið tvöþúsund og sex. Engu að síður lengdist meðferð mála að meðaltali um 56 prósent.

Og það er ekki bjart framundan. Í viðtali við vefmiðilinn epn.dk segir Adam Wolf dómstjóri að ef kreppan haldi áfram og nauðungaruppboðum haldi áfram að fjölga verði varla hægt að stytta meðferðartíma mála.

Danskir lögfræðingar eru ekki hrifnir af þessari þróun. Paul Möllerup sem starfar hjá Danske Advokater segir að á einu ári hafi meðferð mála lengst um einn og hálfan mánuð.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×