Erlent

Vorþokan er komin í Hong Kong

Óli Tynes skrifar
Vorþokan liggur yfir Hong Kong.
Vorþokan liggur yfir Hong Kong. Mynd/AP

Það er farið að vora víða um heim. Meðal annars í Hong Kong. En þótt menn heilsi vorinu þar fagnandi fylgja því oft nokkur óþægingi.

Þykk þoka leggst oft á tíðum yfir borgina þannig að ekki standa nema hæstu háhýsi uppúr. Það truflar svo mjög samgöngur bæði á sjó og landi.

Hong Kong er mikil flutningamiðstöð þannig að þokan getur valdið verulegu fjárhagslegu tjóni, þegar flugvélar þurfa að lenda annarsstaðar og stór flutningaskip að bíða út á sjónum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×