Erlent

Kafari barðist við krókódíl

Óli Tynes skrifar

Ástralskur kafari háði baráttu upp á líf og dauða við fjögurra metra langan saltvatns-krókódíl undan vesturströnd Ástralíu í gær.

Maðurinn er 45 ára gamall og reyndur kafari. Hann var að kafa eftir sæbjúgum  fyrir sjávarréttafyrirtæki í Tasmaníu þegar krókódíllinn réðist á hann.

Það hófst harður bardagi. Skepnan beit manninn í höfuð, háls, öxl og handlegg að sögn ástralska blaðsins Northern Territory News.

Honum tókst þó loks að slíta sig lausan og félagar hans drógu hann um borð í bátinn. Læknar segja að hann sé illa bitinn en ekki í lífshættu.

Saltvatns-krókódílar eru gríðarlega sterkar skepnur og fáir lifa af árásir þeirra. Árásirnar eru þó mjög sjaldgæfar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×