Erlent

Evrópuríki selja pyntingartól

Mannréttindasamtökin Amnesty International hvetja Evrópusambandið til að loka öllum lagalegum smugum sem evrópsk fyrirtæki hafa notað til að selja pyntingartól til ríkja sem líkleg þykja til að nota slíkan búnað.

Í nýrri skýrslu átelja samtökin meðal annars Austurríki og Sviss fyrir útflutning á piparúða, fótjárnum og búnaði til að gefa rafstuð.

Samkvæmt reglum Evrópusambandsins er útflutningur á pyntingartólum bannaður, en hægt er að sækja um undantekningar fyrir sölu á búnaði til lögreglustarfa og öryggisvörslu.

Amnesty International segir að evrópsk fyrirtæki hafi notfært sér þessa smugu í lögunum. - gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×