Erlent

Elísabet á pundinu í hálfa öld

Í þessari viku er hálf öld liðin frá því fyrstu sterlingspundin með andliti Englandsdrottningar voru prentaðir. Elísabet önnur Englandsdrottning gengur aldrei með reiðufé á sér að því er sagt er en í vikunni er hálf öld liðin frá því seðlar bretaveldis fóru að bera mynd af henni.

Það var teiknarinn Robert Austin sem teiknaði fyrstu myndina og líktist hún raun Brittaníu, gyðjunni sem er einkennistákn Breta en mynd af henni hafði verið á gjaldmiðlum þar í landi í aldir. Elísabet er því eini þjóðhöfðinginn í Bretlandi sem hefur fengið þann heiður að prýða seðla og peninga landsins. Sama myndin hefur þó ekki verið notuð í þessi fimmtíu ár, því eins og drottningin, hefur myndin af henni elst þegar árin hafa liðið.

Fyrsta breytingin var gerð strax árið 1963, á 37 ára afmæli drottningar og aftur voru gerðar breytingar árið 1970 og 1971. Síðan eltist Elísabet ekki í tvo áratugi eða þartil ný mynd kom árið 1990.

Elísabet er einnig þjóðhöfðingi í mörgum þeirra ríkja sem aðild eiga að breska samveldinu og því er mynd af henni á fjölmörgum öðrum gjaldmiðlum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×