Erlent

Haítí þarf 11,5 milljarða dollara

Mynd/AP
Áætlanir stjórnvalda á Haítí miðast við að landið þurfi 11,5 milljarða Bandaríkjadollara til að byggja upp innviði landsins eftir jarðskjálftann sem reið yfir fyrir rúmum tveimur mánuðum.

Meira en 220 þúsund Haítíbúar fórust í skjálftanum sem skók landið 12. janúar og er tjón að völdum hans metið á átta milljarða dollara. Mesta eyðileggingin varð í höfuðborginni Port-au-Prince og þéttbýlum svæðum þar sem landinu var að mestu stjórnað. Ljóst er Haítí var einkar illa í stakk búið til að takast á við náttúruhamfarir á borð við þessar. Allir innviðir voru veikir hvort sem átt er við stjórnsýslu, heilbrigðis-, samgöngu- og/eða fjarskiptakerfi. Talið er að yfir 200 þúsund Haítíbú

Áætlun stjórnvalda um endurbyggingu landsins var unnin með fjölmörgum hjálparsamtökum. Ferðamálaráðherra landsins segir að hún áætlunin sé ekki endanleg. Áður þurfi að tryggja að þeir sem misstu heimili sín í skjálftanum fái þak yfir höfuðið en talið er að 218 þúsunds Haítíbúar hafist við í tjöldum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×