Erlent

Yankee stay home

Óli Tynes skrifar
Barack Obama (í hring)  á hópmynd með bekkjarsystkinum sínum í Indónesíu.
Barack Obama (í hring) á hópmynd með bekkjarsystkinum sínum í Indónesíu.

Þúsundir manna mættu á útifundi í Indónesíu um helgina til þess að mótmæla fyrirhugaðri heimsókn Baracks Obama til landsins síðar í þessum mánuði.

Það voru samtök múslima sem boðuðu til fundarins. Indónesía er fjölmennasta múslimaríki heims.

Talsmaður samtakanna sagði að þeir vissu vel að Obama hefði búið í nokkur ár í Indónesíu sem barn. Hann væri hinsvegar núna forseti Bandaríkjanna og arftaki Georges Bush sem hefði reynt að eyðileggja múslimaþjóðirnar Afganistan og Írak.

Talsmaðurinn sagði að Obama væri í raun ekki hótinni skárri en Bush og því væri óviðeigandi að hann kæmi í heimsókn til Indónesíu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×