Erlent

Fanginn sem reyndi sjálfsvíg tekinn af lífi

Fanginn Lawrence Reynolds Jr. fannst meðvitundarlaus í klefa sínum skömmu áður en taka átti hann af lífi.
Fanginn Lawrence Reynolds Jr. fannst meðvitundarlaus í klefa sínum skömmu áður en taka átti hann af lífi.
Aftaka bandarísks fanga sem fannst meðvitundarlaus í klefa sínum í Ohio í síðustu viku skömmu áður en yfirvöld hugðust taka hann af lífi með eitursprautu fór fram í gær. Maðurinn sem var dæmdur fyrir að myrða nágranna sinn fyrir 16 árum reyndist hafa gleypt banvænan skammt af lyfjum og var þeim dælt upp úr honum. Fresta varð aftökunni í viku svo hann næði heilsu á ný.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×