Erlent

Leiðtogi talibana átti í viðræðum við bróður Karzai

Hamid Karzai, forseti Afganistans.
Hamid Karzai, forseti Afganistans.

Mullah Abdul Ghani Baradar, háttsettur leiðtogi talibana sem handtekinn var um miðjan síðasta mánuð, er sagður hafa átt í leynilegum viðræðum við bróður Hamid Karzai, forseta Afganistans, skömmu fyrir handtökuna. Karzai hefur boðað til friðarráðstefnu í Kabúl í vor þar sem sett verður fram áætlun um aðlögun talibana að samfélaginu.

Samkvæmt Daily Telegraph snérist fundurinn meðal annars um fyrirhugaða ráðstefnu en einnig um fíkniefnaviðskipti. Talsmaður forsetans neitar alfarið að stjórnvöld hafi átt í viðræðum við Baradar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×