Erlent

Breskar flugfreyjur safna liði erlendis

Óli Tynes skrifar

Stéttarfélag flugfreyja og flugþjóna í Bretlandi á í viðræðum við systurfélög sín í Bandaríkjunum og Ástralíu til þess að reyna að tryggja að British Airways geti ekki haldið uppi nokkru flugi ef til verkfalls kemur.

Flugfélagið hefur gert ráðstafanir sem það segir gera sér kleift að halda uppi 60 prósenta flugi. Það á að gera með þúsundum annarra starfsmanna sem hafa boðist til að hlaupa í skarðið og þegar fengið þjálfun.

Breskir stjórnmálamenn hafa gagnrýnt stéttarfélagið Unite fyrir framgöngu þess. Theresa Villiers skugga-samgönguráðherra sagði að svo virtist sem Unite sé harðákveðið í að trufla ferðalög almennings sem mest það má.

Unite ætti alls ekki að boða til verkfalla á þessum tíma og að fara með málið til útlanda sé enn meira ábyrgðarleysi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×