Fleiri fréttir Þingkosningar haldnar í júní Þingkosningar verða haldnar í Hollandi 9. júní, samkvæmt yfirlýsingu frá ríkisstjórninni sem missti meirihluta sinn um helgina. 24.2.2010 03:45 Livni gleðst yfir dauða Hamas-foringjans Tzipi Livni, fyrrverandi utanríkisráðherra Ísraels og leiðtogi stjórnarandstöðuflokksins Kadima, hefur lýst yfir ánægju sinni með morðið á háttsettum Hamas foringja í Dubai í síðasta mánuði. 23.2.2010 23:07 Mannskætt námuslys Í Tyrklandi Að minnsta kosti 17 verkmenn létu lífið þegar sprengja sprakk í námu í vesturhluta Tyrklands í dag. Björgunarmönnum tókst að bjarga 29 verkamönnum úr námunni og voru sumir þeirra fluttir á sjúkrahús með alvarleg brunasár. 23.2.2010 22:41 Valdaráni afstýrt í Tyrklandi? Yfir fimmtíu háttsettir tyrkneskir herforingjar voru leiddir fyrir dómara í dag, sakaðir um að hafa ætlað að fremja valdarán. 23.2.2010 16:42 Tígrisdýri bjargað frá nauti Tilraun til þess að endurvekja veiðieðlið hjá fimmtán ára hvítu tígrisdýri í dýragarði í Changzhou í Kína mistókst hrapalega. 23.2.2010 16:09 Vill glæparannsókn á loftslagsvísindamönnum Bandaríski þingmaðurinn James Inhofe hefur hvatt ríkisstjórn Baracks Obama til þess að láta fara fram opinbera glæparannsókn á framferði loftslagsfræðinga undanfarin ár. 23.2.2010 14:42 Óvæntur gestur á fimmtu holu Það er alltaf ergilegt fyrir kylfinga að slá kúluna út í tjarnir. Í Townsville í Ástralíu er það líka varasamt þessa dagana. Því veldur ferskvatnskrókódíllinn Steve sem heldur til í tjörninni. 23.2.2010 14:15 Vilja lög á háværar sjónvarpsauglýsingar Bandaríkjaþing er að íhuga að setja lög sem banna sjónvarpsstöðvum að hafa hljóðstyrk á auglýsingum hærri en hljóðstyrk á dagskrárliðum. 23.2.2010 13:31 Virkisveggir Salómons fundnir? Ísraelskur fornleifafræðingur segir að fornir virkisveggir sem hafa verið grafnir upp í Jerúsalem séu þrjúþúsund ára gamlir. 23.2.2010 12:45 Ný dögun hjá Bandaríkjaher í Írak Bandaríkjastjórn hefur nú ákveðið að breyta heiti stríðsaðgerða sinna í Írak. Aðgerðirnar voru framan af kallaðar „Operation Iraqi Freedom", eða Frelsun Íraks. 23.2.2010 11:11 Endasleppt brúðkaup Himinlifandi frændi batt skjótan enda á brúðkaup hins tuttugu og eins árs gamla Pankajs Karotia í Nýju Delhi á Indlandi um síðustu helgi. 23.2.2010 10:19 Lars Løkke leggur nýjan ráðherrakapal Danski forsætisráðherrann Lars Løkke Rasmussen hefur stokkað verulega upp í ráðherraliði sínu en hann kynnti breytingarnar í morgun. Þrettán breytingar voru gerðar á ráðherraliðinu en í stjórninni eru nítján ráðherrar. 23.2.2010 08:11 Styðja Argentínumenn í Falklandseyjadeilunni Leiðtogar ríkja í Suður-Ameríku og í Karíbahafi hafa gefið út yfirlýsingu þar sem fullum stuðningi er lýst við afstöðu Argentínumanna í deilu þeirra við Breta, en þjóðirnar takast nú aftur á um eignarhaldið á Falklandseyjum. 23.2.2010 07:33 Mannskætt rútuslys í Perú Að minnsta kosti 38 létust og 50 eru slasaðir eftir að tvær rútur skullu saman í Perú í nótt. Slysið varð á einni fjölförnustu hraðbraut landsins um 500 kílómetra norður af höfuðborginni líma. Óttast er að fleiri hafi látist en sjónarvottar segja að rúturnar sem hvor um sig var með um 70 til 80 manns innanborðs hafi skollið saman á fullri ferð. 23.2.2010 07:30 Bílsprengja á Norður-Írlandi Lögregla á Norður Írlandi segir það ganga kraftaverki næst að enginn skuli hafa látist eða slasast þegar bílsprengja sprakk fyrir utan dómshús í bænum Newry í gærkvöldi. Lögreglumenn höfðu rekið augun í grunsamlegan bíl sem lagt hafði verið fyrir utan húsið og voru að rýma svæðið þegar bíllinn sprakk í loft upp. 23.2.2010 07:28 Blikur á lofti í flugmálum í Evrópu Flugmenn hjá Lufthansa frestuðu verkfalli sínu í gærkvöldi en fleiri verkföll eru yfirvofandi í flugbransanum í Evrópu. 23.2.2010 07:26 Fórnarlamba hamfara leitað í rústum Leitað var í húsarústum á Madeira í gær en að minnsta kosti fjögurra er saknað eftir flóð og aurskriður helgarinnar. Alls 42 létust í hamförunum. Notast var við leitarhunda og björgunarsveitir grófu bíla upp úr leðjuhraukum. Vatni og leðju var og dælt úr bílakjallara verslunarmiðstöðvar í miðbænum þar sem óttast var að einhverjir hefðu orðið innlyksa. 23.2.2010 03:45 Skipulagði hryðjuverkaárás í New York Afganskur karlmaður játaði fyrir dómara í New York í dag að hafa ætlað að koma sprengjum fyrir í borginni til að hefna fyrir aðgerðir Bandaríkjamanna í heimalandi sínu. 22.2.2010 23:11 Flugliðar British Airways boða til verkfalls Flugliðar hjá British Airways samþykktu í dag með yfirgnæfandi meirihluta að fara í verkfall náist ekki samkomulag á næstu dögum í vinnudeilu þeirra og fyrirtækisins. 22.2.2010 23:23 Verkfalli flugmanna Lufthansa lokið Verkfalli tæplega 4000 flugmanna hjá þýska flugfélaginu Lufthansa sem hófst í gærkvöldi er lokið í bili. Flugmennirnir hófu þá fjögurra daga verkall en eftir að þeir fengu gagntilboð frá flugfélaginu var því frestað til 9. mars. 22.2.2010 21:35 Geimferja séð frá geimstöð Bandaríska geimferjan Endeavour lenti heilu og höldnu í gærkvöldi eftir tæplega tíu milljón kílómetra ferðalag að Alþjóðlegu geimstöðinni og nokkra hringi um jörðina. Sex geimfarar voru um borð. 22.2.2010 16:28 Gordon Brown svarar fyrir Íraksstríðið Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands mun bera vitni fyrir rannsóknarnefnd Íraksstríðsins hinn fimmta mars. Brown var fjármálaráðherra þegar innrásin var gerð. 22.2.2010 15:43 Evrópusambandið fordæmir fölsuð vegabréf morðingja Evrópusambandið hefur fordæmt notkun falsaðra vegabréfa við morðið á háttsettum Hamas foringja sem var ráðinn af dögum í Dubai í síðasta mánuði. 22.2.2010 15:06 Einn....eh....þrír....eh Brúðkaup fertugra hjóna á Helsingör fékk snautlegan endi um helgina. Brúðhjónin voru bæði fráskilin og sitthvora dótturina sem eru um 11 ára gamlar. 22.2.2010 14:25 Eru geimverur þegar á meðal vor? Martin Rees lávarður forseti Royal Society og stjörnufræðingur bresku konungsfjölskyldunnar segir að mannkynið kunni þegar að standa andspænis verum frá öðrum hnöttum án þess að hafa hugmynd um það. 22.2.2010 14:11 Flugmaður Bretadrottningar grunaður um raðmorð og nauðganir Kanadiskur ofursti sem meðal annars var valinn til þess að fljúga með Elísabet Bretadrottningu til Kanada hefur verið handtekinn grunaður um raðmorð og nauðganir. 22.2.2010 13:58 Engin mistök þegar flugskeytum var skotið á hús í Marjah Bandaríkjaher hefur viðurkennt að hafa viljandi skotið flugskeyti á einkaheimili í Marjah í Helmand héraði í Suður-Afganistan. Árásin var gerð fyrir helgi. Að minnsta kosti 12 almennir borgarar voru drepnir í árásinni. Herinn hafði áður haldið því fram að þetta hefði verið óviljaverk. Bandaríski fréttaþátturinn Democracy now hefur eftir hernum að Talibanar hafi verið innandyra og því hafi verið skotið á húsið. Alls hafi 19 almennir borgarar verið drepnir í árásunum fyrir helgi. 22.2.2010 13:05 Vongóðir um lækningu á hnetuofnæmi Læknar við Cambridge háskóla segjast hafa góðar vonir um að geta læknað fólk af hnetuofnæmi. Slíkt ofnæmi getur verið banvænt. 22.2.2010 13:00 Danska lögreglan finnur dóp í sumarbústað Lögreglan í Danmörku haldlagði um helgina fimmtán kíló af amfetamí og átta kíló af hassi sem hún fann í sumarbústað á Sjálandi. Fjórir karlmenn voru handteknir í kjölfarið, tveir Þjóðverjar og tveir Danir. 22.2.2010 12:05 Gyðingar flýja Malmö vegna ofsókna Talið er að um þrjátíu Gyðingafjölskyldur hafi þegar flúið frá Malmö í Svíþjóð og fleiri eru farnar að hugsa sér til hreyfings. 22.2.2010 10:57 Endeavour lenti heilu og höldnu Geimskutlan Endeavour snéri aftur til jarðar með sex geimfara innanborðs í nótt eftir vel heppnaða ferð að alþóðlegu geimstöðinni. 22.2.2010 09:02 Verkfall hjá Lufthansa Um 4000 flugmenn hjá þýska flugfélaginu Lufthansa hófu í gærkvöldi verkfall sem standa skal í fjóra daga verði kröfum þeirra ekki mætt en flugmennirnir krefjast meira starfsöryggis. 22.2.2010 08:58 BAFTA: The Hurt Locker rúllaði þessu upp Bandaríska stríðsmyndin The Hurt Locker kom sá og sigraði á BAFTA verðlaunahátíðinni sem haldin var í gærkvöldi í London. 22.2.2010 08:14 Gordon Brown er hrekkjusvín - undirmenn leita sér hjálpar Þrýstingur eykst nú á stjórnvöld í Bretlandi að rannsókn fari fram á meintum fantaskap Gordons Brown í garð starfsfólks í Downing stræti. 22.2.2010 08:11 19 almennir borgarar féllu í NATO árás Að minnsta kosti 19 almennir borgarar létust þegar herþotur á vegum NATO gerðu árásir í suðurhluta Afganistans í nótt að því er yfirvöld segja. Talsmenn NATO hafa viðurkennt að hafa gert árás á bílalest skæruliða að því er talið var. 22.2.2010 07:25 Gæti bylt krabbameinsmeðferðum Bandarískir vísindamenn hafa þróað nýtt blóðpróf sem getur sagt til um hvort krabbameinsæxli hefur myndast á nýjan leik eða hvort lyfjameðferð hefur áhrif. Prófið er talið geta bylt rannsóknum á krabbameini og meðferðum við því. Sagt er frá prófinu í breska blaðinu Times. 22.2.2010 03:30 Schwarzenegger tekur upp hanskann fyrir Obama Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóri í Kaliforniu, tók upp hanskann fyrir efnahagsaðgerðir Baracks Obama í dag. Hann sagði að aðgerðir hans hefðu orðið til þess að skapa 150 þúsund störf í Kalíforníu. 21.2.2010 21:30 Starfsfólk hringdi í hjálparsíma fyrir þolendur eineltis Starfsfólk úr breska forsætisráðuneytinu hringdi í hjálparsíma sem er rekinn af samtökum sem berjast gegn einelti, segir Christine Pratt í samtali við BBC. Pratt veitir samtökunum forstöðu. 21.2.2010 20:16 Tala látinna hækkar Að minnsta kosti fjörtíu létu lífið þegar mikill stormur reið yfir portúgölsku eynna Madeira í gær. Mikil rigning og aurskriður fylgdu storminum sem hreif með sér bíla og hús. 21.2.2010 17:17 Fæðingum fækkar í Danmörku vegna efnahagsástandsins Fæðingum hefur fækkað í Danmörku síðan að alheimsefnahagskreppan skall á. Danmarks Radio segir að efnahagssamdrátturinn virðist leggjast meira á þau pör sem þurfa hjálp lækna til að frjóvgunar en önnur pör. 21.2.2010 09:42 Á fjórða tug hafa farist i óveðri í Portúgal Að minnsta kosti þrjátíu og þrír hafa farist í miklum stormi sem reið yfir portúgölsku eynna Madeira í gær. Mikil rigning og aurskriður hafa fylgt storminum sem hafa hrifið með sér bíla og hús. 21.2.2010 09:26 Stjórnarkreppan í Hollandi hefur ekki áhrif á Icesaveviðræðurnar Stjórnarkreppan í Hollandi breytir ekki framgangi mála í Icesaveviðræðunum að mati stjórnmálaskýranda í Hollandi. 20.2.2010 19:46 Fyrrverandi klámmyndastjarna brast í grát við að hlusta á Tiger Joslyn James, fyrrverandi klámmyndastjarnan brast í grát í gær þegar kylfingurinn Tiger Woods baðst opinberlega afsökunar á framhjáhaldi sínu. James er ein af þeim 12 konum sem er sögð hafa átt vingott við Woods. 20.2.2010 13:47 Ríkisstjórn Hollands fallin Verkamannaflokkur Wouter Bos fjármálaráðherra Hollands gekk úr ríkisstjórn landsins eftir sextán klukkustunda maraþonfund ríkisstjórnarinnar sem lauk í nótt. Verkamannaflokkurinn gat ekki sætt sig við áframhaldandi þátttöku Hollendinga í hernaði vesturveldanna í suðurhluta Afganistans. 20.2.2010 09:56 Endeavour á leið til jarðar Geimferjan Endeavour hélt til jarðar frá alþjóðlegu geimstöðinni í gær eftir tíu daga dvöl í geimnum. Geimfararnir fluttu síðasta stóra hlutann í geimstöðina og hjálpuðu íbúum hennar við að tengja hann við stöðina. 20.2.2010 09:53 Sjá næstu 50 fréttir
Þingkosningar haldnar í júní Þingkosningar verða haldnar í Hollandi 9. júní, samkvæmt yfirlýsingu frá ríkisstjórninni sem missti meirihluta sinn um helgina. 24.2.2010 03:45
Livni gleðst yfir dauða Hamas-foringjans Tzipi Livni, fyrrverandi utanríkisráðherra Ísraels og leiðtogi stjórnarandstöðuflokksins Kadima, hefur lýst yfir ánægju sinni með morðið á háttsettum Hamas foringja í Dubai í síðasta mánuði. 23.2.2010 23:07
Mannskætt námuslys Í Tyrklandi Að minnsta kosti 17 verkmenn létu lífið þegar sprengja sprakk í námu í vesturhluta Tyrklands í dag. Björgunarmönnum tókst að bjarga 29 verkamönnum úr námunni og voru sumir þeirra fluttir á sjúkrahús með alvarleg brunasár. 23.2.2010 22:41
Valdaráni afstýrt í Tyrklandi? Yfir fimmtíu háttsettir tyrkneskir herforingjar voru leiddir fyrir dómara í dag, sakaðir um að hafa ætlað að fremja valdarán. 23.2.2010 16:42
Tígrisdýri bjargað frá nauti Tilraun til þess að endurvekja veiðieðlið hjá fimmtán ára hvítu tígrisdýri í dýragarði í Changzhou í Kína mistókst hrapalega. 23.2.2010 16:09
Vill glæparannsókn á loftslagsvísindamönnum Bandaríski þingmaðurinn James Inhofe hefur hvatt ríkisstjórn Baracks Obama til þess að láta fara fram opinbera glæparannsókn á framferði loftslagsfræðinga undanfarin ár. 23.2.2010 14:42
Óvæntur gestur á fimmtu holu Það er alltaf ergilegt fyrir kylfinga að slá kúluna út í tjarnir. Í Townsville í Ástralíu er það líka varasamt þessa dagana. Því veldur ferskvatnskrókódíllinn Steve sem heldur til í tjörninni. 23.2.2010 14:15
Vilja lög á háværar sjónvarpsauglýsingar Bandaríkjaþing er að íhuga að setja lög sem banna sjónvarpsstöðvum að hafa hljóðstyrk á auglýsingum hærri en hljóðstyrk á dagskrárliðum. 23.2.2010 13:31
Virkisveggir Salómons fundnir? Ísraelskur fornleifafræðingur segir að fornir virkisveggir sem hafa verið grafnir upp í Jerúsalem séu þrjúþúsund ára gamlir. 23.2.2010 12:45
Ný dögun hjá Bandaríkjaher í Írak Bandaríkjastjórn hefur nú ákveðið að breyta heiti stríðsaðgerða sinna í Írak. Aðgerðirnar voru framan af kallaðar „Operation Iraqi Freedom", eða Frelsun Íraks. 23.2.2010 11:11
Endasleppt brúðkaup Himinlifandi frændi batt skjótan enda á brúðkaup hins tuttugu og eins árs gamla Pankajs Karotia í Nýju Delhi á Indlandi um síðustu helgi. 23.2.2010 10:19
Lars Løkke leggur nýjan ráðherrakapal Danski forsætisráðherrann Lars Løkke Rasmussen hefur stokkað verulega upp í ráðherraliði sínu en hann kynnti breytingarnar í morgun. Þrettán breytingar voru gerðar á ráðherraliðinu en í stjórninni eru nítján ráðherrar. 23.2.2010 08:11
Styðja Argentínumenn í Falklandseyjadeilunni Leiðtogar ríkja í Suður-Ameríku og í Karíbahafi hafa gefið út yfirlýsingu þar sem fullum stuðningi er lýst við afstöðu Argentínumanna í deilu þeirra við Breta, en þjóðirnar takast nú aftur á um eignarhaldið á Falklandseyjum. 23.2.2010 07:33
Mannskætt rútuslys í Perú Að minnsta kosti 38 létust og 50 eru slasaðir eftir að tvær rútur skullu saman í Perú í nótt. Slysið varð á einni fjölförnustu hraðbraut landsins um 500 kílómetra norður af höfuðborginni líma. Óttast er að fleiri hafi látist en sjónarvottar segja að rúturnar sem hvor um sig var með um 70 til 80 manns innanborðs hafi skollið saman á fullri ferð. 23.2.2010 07:30
Bílsprengja á Norður-Írlandi Lögregla á Norður Írlandi segir það ganga kraftaverki næst að enginn skuli hafa látist eða slasast þegar bílsprengja sprakk fyrir utan dómshús í bænum Newry í gærkvöldi. Lögreglumenn höfðu rekið augun í grunsamlegan bíl sem lagt hafði verið fyrir utan húsið og voru að rýma svæðið þegar bíllinn sprakk í loft upp. 23.2.2010 07:28
Blikur á lofti í flugmálum í Evrópu Flugmenn hjá Lufthansa frestuðu verkfalli sínu í gærkvöldi en fleiri verkföll eru yfirvofandi í flugbransanum í Evrópu. 23.2.2010 07:26
Fórnarlamba hamfara leitað í rústum Leitað var í húsarústum á Madeira í gær en að minnsta kosti fjögurra er saknað eftir flóð og aurskriður helgarinnar. Alls 42 létust í hamförunum. Notast var við leitarhunda og björgunarsveitir grófu bíla upp úr leðjuhraukum. Vatni og leðju var og dælt úr bílakjallara verslunarmiðstöðvar í miðbænum þar sem óttast var að einhverjir hefðu orðið innlyksa. 23.2.2010 03:45
Skipulagði hryðjuverkaárás í New York Afganskur karlmaður játaði fyrir dómara í New York í dag að hafa ætlað að koma sprengjum fyrir í borginni til að hefna fyrir aðgerðir Bandaríkjamanna í heimalandi sínu. 22.2.2010 23:11
Flugliðar British Airways boða til verkfalls Flugliðar hjá British Airways samþykktu í dag með yfirgnæfandi meirihluta að fara í verkfall náist ekki samkomulag á næstu dögum í vinnudeilu þeirra og fyrirtækisins. 22.2.2010 23:23
Verkfalli flugmanna Lufthansa lokið Verkfalli tæplega 4000 flugmanna hjá þýska flugfélaginu Lufthansa sem hófst í gærkvöldi er lokið í bili. Flugmennirnir hófu þá fjögurra daga verkall en eftir að þeir fengu gagntilboð frá flugfélaginu var því frestað til 9. mars. 22.2.2010 21:35
Geimferja séð frá geimstöð Bandaríska geimferjan Endeavour lenti heilu og höldnu í gærkvöldi eftir tæplega tíu milljón kílómetra ferðalag að Alþjóðlegu geimstöðinni og nokkra hringi um jörðina. Sex geimfarar voru um borð. 22.2.2010 16:28
Gordon Brown svarar fyrir Íraksstríðið Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands mun bera vitni fyrir rannsóknarnefnd Íraksstríðsins hinn fimmta mars. Brown var fjármálaráðherra þegar innrásin var gerð. 22.2.2010 15:43
Evrópusambandið fordæmir fölsuð vegabréf morðingja Evrópusambandið hefur fordæmt notkun falsaðra vegabréfa við morðið á háttsettum Hamas foringja sem var ráðinn af dögum í Dubai í síðasta mánuði. 22.2.2010 15:06
Einn....eh....þrír....eh Brúðkaup fertugra hjóna á Helsingör fékk snautlegan endi um helgina. Brúðhjónin voru bæði fráskilin og sitthvora dótturina sem eru um 11 ára gamlar. 22.2.2010 14:25
Eru geimverur þegar á meðal vor? Martin Rees lávarður forseti Royal Society og stjörnufræðingur bresku konungsfjölskyldunnar segir að mannkynið kunni þegar að standa andspænis verum frá öðrum hnöttum án þess að hafa hugmynd um það. 22.2.2010 14:11
Flugmaður Bretadrottningar grunaður um raðmorð og nauðganir Kanadiskur ofursti sem meðal annars var valinn til þess að fljúga með Elísabet Bretadrottningu til Kanada hefur verið handtekinn grunaður um raðmorð og nauðganir. 22.2.2010 13:58
Engin mistök þegar flugskeytum var skotið á hús í Marjah Bandaríkjaher hefur viðurkennt að hafa viljandi skotið flugskeyti á einkaheimili í Marjah í Helmand héraði í Suður-Afganistan. Árásin var gerð fyrir helgi. Að minnsta kosti 12 almennir borgarar voru drepnir í árásinni. Herinn hafði áður haldið því fram að þetta hefði verið óviljaverk. Bandaríski fréttaþátturinn Democracy now hefur eftir hernum að Talibanar hafi verið innandyra og því hafi verið skotið á húsið. Alls hafi 19 almennir borgarar verið drepnir í árásunum fyrir helgi. 22.2.2010 13:05
Vongóðir um lækningu á hnetuofnæmi Læknar við Cambridge háskóla segjast hafa góðar vonir um að geta læknað fólk af hnetuofnæmi. Slíkt ofnæmi getur verið banvænt. 22.2.2010 13:00
Danska lögreglan finnur dóp í sumarbústað Lögreglan í Danmörku haldlagði um helgina fimmtán kíló af amfetamí og átta kíló af hassi sem hún fann í sumarbústað á Sjálandi. Fjórir karlmenn voru handteknir í kjölfarið, tveir Þjóðverjar og tveir Danir. 22.2.2010 12:05
Gyðingar flýja Malmö vegna ofsókna Talið er að um þrjátíu Gyðingafjölskyldur hafi þegar flúið frá Malmö í Svíþjóð og fleiri eru farnar að hugsa sér til hreyfings. 22.2.2010 10:57
Endeavour lenti heilu og höldnu Geimskutlan Endeavour snéri aftur til jarðar með sex geimfara innanborðs í nótt eftir vel heppnaða ferð að alþóðlegu geimstöðinni. 22.2.2010 09:02
Verkfall hjá Lufthansa Um 4000 flugmenn hjá þýska flugfélaginu Lufthansa hófu í gærkvöldi verkfall sem standa skal í fjóra daga verði kröfum þeirra ekki mætt en flugmennirnir krefjast meira starfsöryggis. 22.2.2010 08:58
BAFTA: The Hurt Locker rúllaði þessu upp Bandaríska stríðsmyndin The Hurt Locker kom sá og sigraði á BAFTA verðlaunahátíðinni sem haldin var í gærkvöldi í London. 22.2.2010 08:14
Gordon Brown er hrekkjusvín - undirmenn leita sér hjálpar Þrýstingur eykst nú á stjórnvöld í Bretlandi að rannsókn fari fram á meintum fantaskap Gordons Brown í garð starfsfólks í Downing stræti. 22.2.2010 08:11
19 almennir borgarar féllu í NATO árás Að minnsta kosti 19 almennir borgarar létust þegar herþotur á vegum NATO gerðu árásir í suðurhluta Afganistans í nótt að því er yfirvöld segja. Talsmenn NATO hafa viðurkennt að hafa gert árás á bílalest skæruliða að því er talið var. 22.2.2010 07:25
Gæti bylt krabbameinsmeðferðum Bandarískir vísindamenn hafa þróað nýtt blóðpróf sem getur sagt til um hvort krabbameinsæxli hefur myndast á nýjan leik eða hvort lyfjameðferð hefur áhrif. Prófið er talið geta bylt rannsóknum á krabbameini og meðferðum við því. Sagt er frá prófinu í breska blaðinu Times. 22.2.2010 03:30
Schwarzenegger tekur upp hanskann fyrir Obama Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóri í Kaliforniu, tók upp hanskann fyrir efnahagsaðgerðir Baracks Obama í dag. Hann sagði að aðgerðir hans hefðu orðið til þess að skapa 150 þúsund störf í Kalíforníu. 21.2.2010 21:30
Starfsfólk hringdi í hjálparsíma fyrir þolendur eineltis Starfsfólk úr breska forsætisráðuneytinu hringdi í hjálparsíma sem er rekinn af samtökum sem berjast gegn einelti, segir Christine Pratt í samtali við BBC. Pratt veitir samtökunum forstöðu. 21.2.2010 20:16
Tala látinna hækkar Að minnsta kosti fjörtíu létu lífið þegar mikill stormur reið yfir portúgölsku eynna Madeira í gær. Mikil rigning og aurskriður fylgdu storminum sem hreif með sér bíla og hús. 21.2.2010 17:17
Fæðingum fækkar í Danmörku vegna efnahagsástandsins Fæðingum hefur fækkað í Danmörku síðan að alheimsefnahagskreppan skall á. Danmarks Radio segir að efnahagssamdrátturinn virðist leggjast meira á þau pör sem þurfa hjálp lækna til að frjóvgunar en önnur pör. 21.2.2010 09:42
Á fjórða tug hafa farist i óveðri í Portúgal Að minnsta kosti þrjátíu og þrír hafa farist í miklum stormi sem reið yfir portúgölsku eynna Madeira í gær. Mikil rigning og aurskriður hafa fylgt storminum sem hafa hrifið með sér bíla og hús. 21.2.2010 09:26
Stjórnarkreppan í Hollandi hefur ekki áhrif á Icesaveviðræðurnar Stjórnarkreppan í Hollandi breytir ekki framgangi mála í Icesaveviðræðunum að mati stjórnmálaskýranda í Hollandi. 20.2.2010 19:46
Fyrrverandi klámmyndastjarna brast í grát við að hlusta á Tiger Joslyn James, fyrrverandi klámmyndastjarnan brast í grát í gær þegar kylfingurinn Tiger Woods baðst opinberlega afsökunar á framhjáhaldi sínu. James er ein af þeim 12 konum sem er sögð hafa átt vingott við Woods. 20.2.2010 13:47
Ríkisstjórn Hollands fallin Verkamannaflokkur Wouter Bos fjármálaráðherra Hollands gekk úr ríkisstjórn landsins eftir sextán klukkustunda maraþonfund ríkisstjórnarinnar sem lauk í nótt. Verkamannaflokkurinn gat ekki sætt sig við áframhaldandi þátttöku Hollendinga í hernaði vesturveldanna í suðurhluta Afganistans. 20.2.2010 09:56
Endeavour á leið til jarðar Geimferjan Endeavour hélt til jarðar frá alþjóðlegu geimstöðinni í gær eftir tíu daga dvöl í geimnum. Geimfararnir fluttu síðasta stóra hlutann í geimstöðina og hjálpuðu íbúum hennar við að tengja hann við stöðina. 20.2.2010 09:53