Erlent

Eru geimverur þegar á meðal vor?

Óli Tynes skrifar
Take us to your leader.
Take us to your leader.

Martin Rees lávarður forseti Royal Society og stjörnufræðingur bresku konungsfjölskyldunnar segir að mannkynið kunni þegar að standa andspænis verum frá öðrum hnöttum án þess að hafa hugmynd um það.

-Gallinn er sá að við erum að leita að einhverjum sem eru mjög líkir okkur sjálfum, segir hann. Við gerum því skóna að þeir notist að minnsta kosti við sömu stærðfræði og tækni og við sjálf.

Daily Telegraph hefur efdtir lávarðinum að sá möguleiki sé fyrir hendi að verur frá öðrum hnetti séu með þeim hætti að þær séu yfirskilvitlegar fyrir mannskepnuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×