Erlent

Skipulagði hryðjuverkaárás í New York

Najibullah Zazi færður fyrir dómara í New York í dag. Mynd/AP
Najibullah Zazi færður fyrir dómara í New York í dag. Mynd/AP

Afganskur karlmaður játaði fyrir dómara í New York í dag að hafa ætlað að koma sprengjum fyrir í borginni til að hefna fyrir aðgerðir Bandaríkjamanna í heimalandi sínu.

Najibullah Zazi, sem er 25 ára og fæddist í Colarado, ætlaði að koma sprengjunum fyrir í neðanjarðarlestakerfi New York. Þær hugðist hann síðan sprengja á háannatíma. Zazi á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi.

Eric Holder, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, lítur málið alvarlegum augum og segir að árásin hafi verið vel skipulögð. Málið sé eitt það alvarlegasta sem yfirvöld hafi glímt við frá því að hryðjuverkaárásirnar voru gerðar 11. september 2001.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×