Erlent

Evrópusambandið fordæmir fölsuð vegabréf morðingja

Óli Tynes skrifar
Nokkur fölsuð vegabréf morðsveitarinnar.
Nokkur fölsuð vegabréf morðsveitarinnar.

Evrópusambandið hefur fordæmt notkun falsaðra vegabréfa við morðið á háttsettum Hamas foringja sem var ráðinn af dögum í Dubai í síðasta mánuði.

Talið er nokkuð víst að þar hafi ísraelska leyniþjónustan Mossad verið að verki. Í yfirlýsingu Evrópusambandsins var Ísrael hinsvegar ekki nefnt á nafn. Aðeins fordæmt að vegabréf hafi verið notuð ólöglega.

Morðingjarnir voru með vegabréf frá Bretlandi, Írlandi, Frakklandi og Þýskalandi. Hamas liðinn sem var myrtur hefur verið afkastamikill við að útvega hreyfingunni vopn og er talið að hann hafi verið í innkaupaleiðangri í Dubai.

Ísraelar hafa það fyrir sið að hvorki neita því né játa að þeir standi á bakvið launmorð. Það er hinsvegar vel skjalfært að Mossad hefur drepið tugi ef ekki hundruð manna í gegnum árin.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×