Erlent

Danska lögreglan finnur dóp í sumarbústað

MYND/AP

Lögreglan í Danmörku haldlagði um helgina fimmtán kíló af amfetamí og átta kíló af hassi sem hún fann í sumarbústað á Sjálandi. Fjórir karlmenn voru handteknir í kjölfarið, tveir Þjóðverjar og tveir Danir.

Annar Daninn er félagi í mótorhjólaklúbbnum Bandidos en sá klúbburinn hefur um langt skeið háð stríð við Hells Angels í Danmörku, meðal annars um yfirráð yfir fíkniefnamarkaðnum.

Mennirnir fjórir hafa allir verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×