Erlent

Tala látinna hækkar

LVP skrifar
Að minnsta kosti fjörtíu létu lífið þegar mikill stormur reið yfir portúgölsku eynna Madeira í gær. Mikil rigning og aurskriður fylgdu storminum sem hreif með sér bíla og hús.

Á annað hundrað manns slösuðust og er búist við að tala látinna hækki. Madeira er stærsta eyjan í samnefndum eyjaklasa sem liggur norð-vestur af Afríku og heyrir undir Portúgal. Vegir eru lokaðir vegna aurskriða og fallinna trjáa. Þá hafa brýr víða látið undan vatni og aur.

Portúgölsk stjórnvöld hafa sent herskip og þyrlur með hjálpargögn til eyjarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×