Erlent

Virkisveggir Salómons fundnir?

Óli Tynes skrifar
Málverk af Jerúsalem til forna.
Málverk af Jerúsalem til forna.

Ísraelskur fornleifafræðingur segir að fornir virkisveggir sem hafa verið grafnir upp í Jerúsalem séu þrjúþúsund ára gamlir.

Það gæti fært sönnur á að Gyðingakonungarnir Davíð og Salómon hafi verið raunverulegar persónur en ekki goðsögn.

Eilat Mazar segir að leirbrot og aðrir munir sem hafi fundist við uppgröftinn bendi til þess að virkisveggirnir séu þrjúþúsund ára gamlir.

Ef það reynist rétt bendir það til þess að þá hafi verið öflug stjórn í Jerúsalem því á þeim tíma þurfti bæði mikla skipulagningu og fé til þess að reisa slík mannvirki.

Mazar segir að sjálf sé hún þeirrar skoðunar að Salómon hafi reist veggina. Hún segir þá merkustu mannvirki sem hafi fundist frá dögum fyrsta musterisins í Ísrael.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×