Erlent

Engin mistök þegar flugskeytum var skotið á hús í Marjah

MYND/AP

Bandaríkjaher hefur viðurkennt að hafa viljandi skotið flugskeyti á einkaheimili í Marjah í Helmand héraði í Suður-Afganistan. Árásin var gerð fyrir helgi. Að minnsta kosti 12 almennir borgarar voru drepnir í árásinni. Herinn hafði áður haldið því fram að þetta hefði verið óviljaverk.

Bandaríski fréttaþátturinn Democracy now hefur eftir hernum að Talibanar hafi verið innandyra og því hafi verið skotið á húsið. Alls hafi 19 almennir borgarar verið drepnir í árásunum fyrir helgi.

Að minnsta kosti 33 almennir borgarar voru drepnir í árásum Nató herja á svæðinu í nótt. Talsmenn NATO hafa viðurkennt að hafa gert árás á bílalest skæruliða að því er talið var. Síðar hafi komið í ljós að konur og börn hefðu einnig verið í bílalestinni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×