Erlent

Bílsprengja á Norður-Írlandi

Lögregla á Norður Írlandi segir það ganga kraftaverki næst að enginn skuli hafa látist eða slasast þegar bílsprengja sprakk fyrir utan dómshús í bænum Newry í gærkvöldi. Lögreglumenn höfðu rekið augun í grunsamlegan bíl sem lagt hafði verið fyrir utan húsið og voru að rýma svæðið þegar bíllinn sprakk í loft upp.

Ráðherra málefna Norður Írlands í bresku ríkisstjórninni hefur fordæmt árásina en talið er að hún sé runnin undan rifjum lýðveldissinna sem eru andvígir friðarviðræðum á svæðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×