Erlent

Vill glæparannsókn á loftslagsvísindamönnum

Óli Tynes skrifar
Að hitna eða ekki að hitna, það er spurningin.
Að hitna eða ekki að hitna, það er spurningin.

Bandaríski þingmaðurinn James Inhofe hefur hvatt ríkisstjórn Baracks Obama til þess að láta fara fram opinbera glæparannsókn á framferði loftslagsfræðinga undanfarin ár.

Inhofe vill einnig að Al Gore fyrrverandi varaforseti verði kallaður fyrir þingið til yfirheyrslu um kvikmyndina sem hann hefur verið að ferðast með um heiminn.

Þingmaðurinn segir að kvikmyndin sé ekkert annað en vísindaskáldsaga.

Hann segir að stöðugt séu að koma fram nýjar upplýsingar sem bendi til þess að vísindamenn hafi gerst á margan hátt brotlegir í rannsóknum sem þeir gerðu á opinberum styrkjum.

Því sé ekki um annað en ræða að rannsaka þetta sem glæpamál og láta þá sem ábyrgir eru standa fyrir máli sínu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×