Erlent

Flugliðar British Airways boða til verkfalls

Flugliðar hjá British Airways samþykktu í dag með yfirgnæfandi meirihluta að fara í verkfall náist ekki samkomulag á næstu dögum í vinnudeilu þeirra og fyrirtækisins.

Tæplega 80% af 11.700 flugliðum British Airways samþykktu verkfallsboðunina en þeir hafa að undanförnu gagnrýnt harðlega niðurskurðaráætlanir flugfélagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×