Erlent

Geimferja séð frá geimstöð

Óli Tynes skrifar
Endeavour frá sérstæðu sjónarhorni.
Endeavour frá sérstæðu sjónarhorni. Mynd/NASA
Bandaríska geimferjan Endeavour lenti heilu og höldnu í gærkvöldi eftir tæplega tíu milljón kílómetra ferðalag að Alþjóðlegu geimstöðinni og nokkra hringi um jörðina. Sex geimfarar voru um borð.

Til geimstöðvarinnar flutti Endeavour meðal annars nýtt herbergi með stórum útsýnisglugga og er þá smíði stöðvarinnar sem næst lokið.

Þetta var næstsíðasta ferð Endeavour. Hún á að heimsækja geimstöðina aftur í júlí en eftir það verður henni lagt.

Þá eru aðeins eftir þrjár geimferðir áður en öllum geimferjuflotanum verður lagt, enda er hann kominn til ára sinna.

Þessi sérstæða meðfylgjandi mynd af Endeavour var tekin frá geimstöðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×