Erlent

Þingkosningar haldnar í júní

Jan Peter Balkenende
Jan Peter Balkenende

Þingkosningar verða haldnar í Hollandi 9. júní, samkvæmt yfirlýsingu frá ríkisstjórninni sem missti meirihluta sinn um helgina.

Jan Peter Balkenende og ríkisstjórn hans verða þó áfram við völd þangað til ný stjórn hefur verið mynduð að loknum kosningum. Umboð stjórnarinnar takmarkast þó við lausn brýnustu mála.

Það voru deilur um þátttöku Hollendinga í stríðinu í Afganistan sem urðu stjórn hægri- og miðflokkanna að falli. - gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×