Erlent

Tígrisdýri bjargað frá nauti

Óli Tynes skrifar
Nautið vann.
Nautið vann. Mynd/Ananova

Tilraun til þess að endurvekja veiðieðlið hjá fimmtán ára hvítu tígrisdýri í dýragarði í Changzhou í Kína mistókst hrapalega.

Gæslumenn settu eins árs naut inn í búrið hjá tígrisdýrinu. Þeir gerðu ráð fyrir að dýrið myndi drepa og éta nautið.

Tígrisdýrið reyndi vissulega að drepa nautið. En nautið gerði gagnárás og rak tígurinn á flótta.

Virtist jafnvel bíta villidýrið. Þetta gerðist nokkrum sinnum og þá var tígrinum bjargað með því að fjarlægja nautið.

Talsmaður dýragarðsins sagði að þeir hafi ekki gefist upp á því að kenna trígrinum að veiða og éta. Þeir ætli hinsvegar að byrja smærra.

Til dæmis prófa að setja lifandi hænsni inn í búrið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×