Erlent

Livni gleðst yfir dauða Hamas-foringjans

Tzipi Livni.
Tzipi Livni. Mynd/AP
Tzipi Livni, fyrrverandi utanríkisráðherra Ísraels og leiðtogi stjórnarandstöðuflokksins Kadima, hefur lýst yfir ánægju sinni með morðið á háttsettum Hamas foringja í Dubai í síðasta mánuði.

Mahmoud al-Mabhouh var myrtur á hótelherbergi og er talið nokkuð víst að þar hafi ísraelska leyniþjónustan Mossad verið að verki. Morðingjarnir voru með vegabréf frá Bretlandi, Írlandi, Frakklandi og Þýskalandi. Hamas liðinn var afkastamikill við að útvega hreyfingunni vopn og er talið að hann hafi verið í innkaupaleiðangri í Dubai.

„Staðreyndin er sú að hryðjuverkmaður var drepinn. Það skiptir ekki máli hvort hann var drepinn í Dubai eða Gaza,“ segir Livni. Þetta er í fyrsta sinn frá því að fréttir af morðinu komust í hámæli að svo háttsettur ísraelskur stjórnmálamaður tjáir sig jafn opinskátt um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×