Erlent

Gordon Brown svarar fyrir Íraksstríðið

Óli Tynes skrifar
Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands.
Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands.

Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands mun bera vitni fyrir rannsóknarnefnd Íraksstríðsins hinn fimmta mars. Brown var fjármálaráðherra þegar innrásin var gerð.

Aðrir ráðherrar og fyrrverandi ráðherrar hafa þegar komið fyrir nefndina, þeirra á meðal Tony Blair sem var forsætisráðherra þegar ráðist var inn í Írak.

Brown mun sitja fyrir svörum í fimm og hálfa klukkustund og verður það sent út í beinni útsendingu í sjónvarpi.

Hann verður spurður um sinn hlut bæði meðan hann var fjármálaráðherra og eins um ákvarðanir sem hann hefur tekið eftir að hann varð forsætisráðherra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×