Erlent

Flugmaður Bretadrottningar grunaður um raðmorð og nauðganir

Óli Tynes skrifar
Russell Williams ofursti.
Russell Williams ofursti.

Kanadiskur ofursti sem meðal annars var valinn til þess að fljúga með Elísabet Bretadrottningu til Kanada hefur verið handtekinn grunaður um raðmorð og nauðganir.

Russell Williams er 46 ára gamall. Hann er fæddur í Bretlandi en flutti til Kanada með fjölskyldu sinni árið 1963 og gekk þar í flugherinn árið 1987.

Williams naut mikillar virðingar í flughernum og átti þar góðan frama. Félagar hans þar eru sem þrumu lostnir yfir handtökunni.

Williams hefur þegar verið ákærður fyrir tvö morð og tvær nauðganir. Kanadiska lögreglan er nú að rannsaka átta önnur óupplýst morð og 48 kynferðisglæpi allt aftur til áttunda áratugar síðustu aldar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×