Erlent

Valdaráni afstýrt í Tyrklandi?

Óli Tynes skrifar
Húsleit heima hjá Tyrkneskum hershöfðingja.
Húsleit heima hjá Tyrkneskum hershöfðingja.

Yfir fimmtíu háttsettir tyrkneskir herforingjar voru leiddir fyrir dómara í dag, sakaðir um að hafa ætlað að fremja valdarán.

Mennirnir voru allir handteknir í gær í samræmdu skyndiáhlaupi í átta borgum.

Meðal þeirra eru fyrrverandi æðstu yfirmenn bæði flughers og sjóhers Tyrklands. Einnig hershöfðingjar úr landhernum og sérsveitum.

Þetta er alveg ný staða fyrir herinn sem hefur nánast ráðið lögum og lofum í Tyrklandi í áratugi og meðal annars steypt fjórum ríkissstjórnum síðan árið 1960.

Þetta bendir augljóslega til þess að valdahlutföllin í Tyrklandi séu mjög breytt og að múslimastjórnin þar sé traust í sessi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×