Erlent

Schwarzenegger tekur upp hanskann fyrir Obama

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Arnold Schwarzenegger er repúblikani. Mynd/ AFP.
Arnold Schwarzenegger er repúblikani. Mynd/ AFP.
Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóri í Kaliforniu, tók upp hanskann fyrir efnahagsaðgerðir Baracks Obama í dag. Hann sagði að aðgerðir hans hefðu orðið til þess að skapa 150 þúsund störf í Kalíforníu.

Schwarzenegger er eins og margir vita repúblikani. Hann sagði í samtali við ABC fréttastöðina að fjölmargir repúblikanar hefðu gagnrýnt efnahagsaðgerðirnar en hefðu samt óskað eftir stuðningi við þeirra eigin heimabyggðir.

„Við erum með fjölmarga repúblikana sem fara um allt og gagnrýna efnahagsaðgerðirnar og segja að þær skapi ekki ný störf," sagði Schwarzenegger. En síðan þæðu þeir sjálfir peninga sem væru í boði vegna efnahagsaðgerðanna og dásömuðu aðstoðina.

Ríkisstjórn Obama fullyrðir að efnahagsaðgerðirnar hafi ýmist bjargað eða skapað allt að 2 milljónir starfa.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×