Erlent

Endasleppt brúðkaup

Óli Tynes skrifar
Til hamingju Pankaj.
Til hamingju Pankaj.

Himinlifandi frændi batt skjótan enda á brúðkaup hins tuttugu og eins árs gamla Pankajs Karotia í Nýju Delhi á Indlandi um síðustu helgi.

Það er orðin einhver tíska á Indlandi að skjóta upp í loftið í íburðarmiklum brúðkaupsveislum. Frændinn var búinn að plaffa heilmikið upp í loftið þegar veislunni lauk og Pankaj var að fara heim með brúði sína.

Frændinn vildi senda hann úr garði með tilhlýðilegum hávaða og var að hlaða skammbyssu sína í æsingi og gleði þegar skot hljóp úr henni.

Það lenti í höfði Pankajs sem lést samstundis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×