Erlent

Kisi bjargaði málinu

Óli Tynes skrifar
Látiði minn mann í friði.
Látiði minn mann í friði.

Ólöglegur innflytjendandi frá Bólivíu slapp við að vera vísað frá Bretlandi þegar hann sagði dómnefndinni sem fjallaði um mál hans að hann og bresk kærasta hans hefðu sameiginlega keypt sér kött.

Hann taldi það skýra vísbendingu um að hann hefði fest rætur í landinu. Dómnefndin var þessu sammála og taldi að það yrði brot á mannréttindum að hrófla við fjölskyldulífi hans.

Lögfræðingur Bólivíumannsins segir að fleiri þættir hafi haft áhrif á niðurstöður dómnefndarinnar en kötturinn.

Blaðið Daily Mail segir hinsvegar að breska innanríkisráðuneytið hafi farið framá að þessu úrskurður verði endurskoðaður þar sem kattareignin hafi vegið of þungt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×