Erlent

Obama hótar ríkisstjórn Súdans

Óli Tynes skrifar
Hungursneyð er viðvarandi í Darfur.
Hungursneyð er viðvarandi í Darfur. MYND/Reuters

Barack Obama kynnti í dag nýja stefnu Bandaríkjanna gagnvart Súdan, þar sem ríkisstjórnin hefur herjað af miklu miskunnarleysi á íbúa í Darfur héraði. Ráðamenn í Súdan eru arabiskir en íbúar í Darfur eru svertingjar.

Obama sagði að ef stjórnvöld í Súdan gripu til raunhæfra aðgerða til að bæta ástandið í Darfur yrði henni umbunað fyrir það. Ef hún hinsvegar gerði það ekki yrði henni refsað.

Forsetinn sagði að þegar væri búið að gera áætlanir um strangar refsiaðgerðir sem gripið yrði til mjög fljótlega ef ekkert gerðist í Darfur.

Talið er að uppundir 400 þúsund hafi verið drepnir í Darfur á nokkrum undanförnum árum.

Á aðra milljón hafa lent á vergangi og hungursneyð er viðvarandi.

Stjórnvöld halda úti vígasveitum sem herja á íbúa í Darfur og hafa að auki látið flugher sinn leggja mörg þorp í rúst með loftárásum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×