Fleiri fréttir

Stunginn til bana í Glyngøre

Tuttugu og fimm ára gamall maður lést eftir að hann var lagður eggvopni í brjóstið í bænum Glyngøre á Vestur-Jótlandi í gærkvöldi.

Makedónía tilbúin í viðræður

Olli Rehn, stækkunarstjóri Evrópusambandsins, segir að Makedónía uppfylli nú öll skilyrði sem þarf til þess að aðildarviðræður geti hafist.

Jóhanna talin áhrifamikil

Bretland Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra er í 48. sæti á lista tímaritsins New Statesman yfir fimmtíu áhrifamestu einstaklinga veraldar þessa dagana.

Rifist um gröf Móður Teresu

Indverjar og Albanar eru komnir í harða deilu um jarðneskar leifar Móður Teresu sem lést árið 1997.

Norðmönnum slétt sama um mengunarkvóta

Norðmönnum virðist standa nokkuð á sama um loftslagskvóta í einkalífi sínu. Í Noregi geta einstaklingar keypt sér kvóta ef þeir ferðast flugleiðis milli landa.

Ameríkanar ánægðir með aftökur

Um sextíu og fimm prósent Bandaríkjamanna eru hlynntir dauðarefsingu samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallup. Þrjátíu og eitt prósent eru á móti.

Undirbúa stórsókn gegn talibönum

Pakistanskar orrustuþotur gerðu í dag loftárásir á víghreiður talibana í Suður-Waziristan. Jafnframt tóku fótgönguliðs- og skriðdrekasveitir sér stöðu fyrir stórsókn gen talibönum.

Heilbrigðisfrumvarp Obama fær brautargengi

Nefnd á vegum bandarísku Öldungadeildarinnar hefur samþykkt að hleypa í gegn frumvarpi sem miðar að því að bæta heilbrigðiskerfið í Bandaríkjunum. Frumvarpið er liður í tilraunum Baracks Obama til þess að endurskipuleggja heilbrigðiskerfi landsins og þykir afgreiðsla nefndarinnar vera mikill sigur fyrir fosetann.

Kveiktu í smyglsnekkju og stukku í sjóinn

Bandaríski sjóherinn hefur birt myndband sem sýnir mexíkóska fíkniefnasmyglara á lúxussnekkju fleygja mörgum kílógrömmum af kókaíni í sjóinn, kveikja í snekkjunni og stökkva svo sjálfir í sjóinn.

Brown sendir fleiri hermenn til Afganistan

Gert er ráð fyrir að Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, muni í dag tilkynna að 500 breskir hermenn til viðbótar verði sendir til Afganistan á næstunni.

Atvinnuleysi stóreykur líkur á skilnaði

Þrátt fyrir að markaðir heimsins séu sumir hverjir að ná sér á strik hægt og bítandi eftir fjármálahrunið er líklegt að botninum sé enn ekki náð þegar litið er til áhrifa hrunsins á fjölskyldulíf fólks.

Styttist í verkfall breska póstsins

Verkfall starfsmanna konunglega póstsins í Bretlandi hefst 22. október, á fimmtudaginn í næstu viku, semjist ekki fyrir þann tíma.

Kreppan varð stjórn að falli

Rúmeníustjórn missti þingmeirihluta sinn í gær þegar vantrauststillaga á stjórnina var samþykkt. Meirihluti þingmanna telur að stjórninni hafi ekki tekist að koma landinu út úr efnahagskreppunni.

Rússar vilja ekki að Íran eignist kjarnorkuvopn

Hillary Clinton hefur verið á ferðalagi um Evrópu undanfarna daga. Hún skaust til Moskvu til þess að kanna afstöðu ráðamanna þar til hertra refsiaðgerða gegn Íran ef Íranar gera ekki hreint fyrir sínum dyrum í kjarnorkumálum.

Græðir tuttugu milljarða á málverki

Kanadiskur maður sem árið 2007 keypti málverk á Uppboði hjá Christies virðist hafa gert góð kaup. Hann borgaði tólfþúsund sterlingspund fyrir verkið sem hét Ung stúlka í prófíl.

Vill hefnd fyrir hundinn

Fyrrverandi hundaeigandi í Danmörku vill höfða mál gegn manni sem skar hundinn hans á háls síðastliðinn laugardag.

Karadzic nýtur ekki friðhelgi

Dómarar við Stríðsglæpadómstól Sameinuðu þjóðanna höfnuðu því í dag að Radovan Karadzic leiðtogi Bosníuserba nyti friðhelgi.

Viðbjóðslegur íslenskur matur

Íslenskur hákarl er talinn meðal tuttugu viðbjóðslegustu rétta heims í samantekt breska blaðsins Daily Telegraph.

Svíar kveikja í kanínum

Svíar kveikja í um sexþúsund kanínum á ári hverju. Sænska Aftonbladet skýrir frá þessu með nokkrum hryllingi.

Hillary handrukkar Rússa

Hillary Clinton utanríkisráðherra Bandaríkjanna er nú stödd í Moskvu. Hún vonast eftir stuðningi Rússa við harðari refsiaðgerðir gegn Íran ef þarlendir gera ekki hreint fyrir sínum dyrum í kjarnorkumálum.

Líka kreppa hjá al-Qaeda

Enginn sleppur undan kreppunni og nú eiga meira að segja al-Qaeda-hryðjuverkasamtökin í lausafjárvanda.

Koizumi les inn á teiknimyndir í ellinni

Junichiro Koizumi, fyrrum forsætisráðherra Japans, er langt í frá sestur í helgan stein þótt hann sé hættur í pólitíkinni og ljáir nú teiknimyndapersónum ómþýða rödd sína.

Skotárás Nørrebro

Maður var skotinn í brjóstkassann á Nørrebro í Kaupmannahöfn í gærkvöldi og er lögregla engu nær um hver framdi ódæðið.

Elvis-lokkar á uppboði

Harðir Presley-aðdáendur hyggja sér nú gott til glóðarinnar þar sem nokkrir hárlokkar af höfði rokkgoðsins verða boðnir upp hjá Leslie Hindman í Chicago í næstu viku.

Missti átta fingur í listaskóla

Listaskóli nokkur í bresku borginni Boston í Lincolnskíri þarf heldur betur að endurskoða kennsluaðferðir sínar eftir að 16 ára gömul stúlka missti átta fingur við gerð gipslistaverks sem hún festi hendurnar í en listaverkið hitnaði í framhaldinu upp í 60 gráður.

Norður-Kóreumenn skjóta á ný

Norður-Kóreumenn virðast eiga í nokkrum erfiðleikum með að ákveða hvort þeir ætla að standa við gefin orð eður ei.

Aldrei fleiri konur verðlaunaðar

Bandaríski stjórnmálafræðingurinn Elinor Ostrom varð í gær fyrst kvenna til að hljóta Nóbelsverðlaunin í hagfræði. Hún hlaut verðlaunin ásamt landa sínum, hagfræðingnum Oliver Williamson.

Karlmaður skotinn í Kaupmannahöfn

Tuttugu og tveggja ára gamall karlmaður var skotinn í brjóstkassann í Nørrebro hverfinu í Kaupmannahöfn um hálfáttaleytið í kvöld. Þrír sáust hlaupa burt frá vettvangi.

Það var ekki Guð

Í fyrstu Mósebók segir; Í upphafi skapaði Guð himin og jörð. Prófessor Ellen van Wolde er virtur sérfræðingur í Gamla testamentinu og hefur skrifað margar fræðibækur um trúmál.

Ungir danskir hermenn í Afganistan

Danir hafa af því nokkrar áhyggjur að hermenn sem þeir senda á vígvelli eins og Afganistan verða sífellt yngri. Nýlega voru sendir þangað nítján hermenn sem allir eru nítján ára að aldri.

Ögra enn með eldflaugaskotum

Rússar segjast vera ráðvilltir yfir fréttum af því að Norður-Kóreumenn hafi skotið á loft tveimur skammdrægum eldflaugum.

Sex ára rekinn fyrir vopnaburð

Sex ára strák í Bandaríkjunum hefur verið vikið úr skóla í fjörutíu og fimm daga fyrir ólöglegan vopnaburð.

Frakkar styðja kynlífsfíkil

Mikill meirihluti frönsku þjóðarinnar vill að Frederic Mitterand sitji áfram sem menningarmálaráðherra, samkvæmt skoðanakönnun sem birt var í dag.

Mannskæð árás í Pakistan

Að minnsta kosti 24 eru látnir eftir sprengjuárás nálægt Swat dalnum í Pakistan í dag. Talið er að um sjálfsmorðsprengjumann hafi verið að ræða en sprengjan sprakk við bíl á vegum hersins og eru liðsmenn öryggissveita Pakistanska hersins á meðal látinna.

Poe jarðsunginn aftur

Bandaríski rithöfundurinn Edgar Allan Poe var loksins lagður til hinstu hvílu í gær, 160 árum eftir dauða sinn.

Heimsendir líklega ekki 2012

Heimsendir verður að öllum líkindum ekki í desember 2012 þrátt fyrir spár fólks sem legið hefur í fornum dagatölum maja-indíána.

Skaut verðandi eiginkonu sína til bana

Brúðgumi í Winter Springs í Flórída skaut verðandi eiginkonu sína til bana daginn fyrir brúðkaup þeirra í þeirri trú að hún væri innbrotsþjófur. Brúðguminn, John Tabutt, er 62 ára gamall.

Þrefalt sprengjutilræði í Írak

Rúmlega 20 eru látnir í borginni Ramadi í vesturhluta Íraks eftir þrefalt sprengjutilræði þar í gær. Fyrst var bíl, stútfullum af sprengiefni, ekið á vegg lögreglustöðvar og hann sprengdur í loft upp.

Mótmælendur á þaki breska þingsins

Að minnsta kosti 30 umhverfisverndarsinnum á vegum Greenpeace-samtakanna tókst að komast upp á þak breska þinghússins í London í nótt.

Stærði sig af líflegu kynlífi

Dómstólar í Sádi-Arabíu hafa dæmt 32 ára gamlan mann í fimm ára fangelsi fyrir að stæra sig af líflegu kynlífi sínu í sjónvarpi. Fangelsisdómurinn dugði þó ekki alveg sem refsing því honum er líka gert að þola þúsund svipuhögg.

Sjá næstu 50 fréttir