Erlent

Segir aðra þingmenn hræsnara

Írska þinghúsið í Belfast.
Írska þinghúsið í Belfast.

John O"Donoghue sagði af sér sem forseti írska þingsins í síðustu viku, eftir að upp komst að hann hafði eytt almannafé ótæpilega í eigin lúxuslifnað.

Við afsögnina hélt hann þrumuræðu á þinginu þar sem hann sakaði aðra þingmenn um hræsni.

Hann segist aldrei hafa brotið neinar reglur né dregið sér fé, heldur hafi allt féð farið í að greiða fyrir þjónustu gegn reikningum.

Fyrir þremur mánuðum birtu írsk dagblöð upplýsingar um ferðakostnað hans síðan 2002, sem samtals nam meira en 100 milljónum króna. - gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×