Erlent

Obama að ávarpa allsherjarþing SÞ

Barack Obama.
Barack Obama.

Barack Obama Bandaríkjaforseti hóf fyrir stundu fyrstu ræðu sína á allsherjarþingi Sameinuðu Þjóðanna sem nú stendur yfir. Ræðan hófst klukkan hálftvö að íslenskum tíma og er búist við því að forsetinn muni afra yfir aðgerðir Bandaríkjamanna til þess að takast á við alheimskreppuna auk þess sem búist er við því að Obama lýsi þeirri viðhorfsbreytingu sem átt hefur sér stað í Hvíta húsinu gagnvart Sameinuðu þjóðunum frá því hann tók við.

Síðar í dag munu þingmenn hlýða á fyrstu ræðu Muamars Gaddafís Líbíuleiðtoga sem hefur aldrei áður tekið til máls þrátt fyrir að hafa verið leðtogi Líbíu í áratugi. Sá þriðji í röðunni verður síðan Mahmoud Ahmadinejad Íransforseti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×