Erlent

Mafíukrókódíll upptækur

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Myndin tengist fréttinni ekki.
Myndin tengist fréttinni ekki.

Lögregla í Napólí á Ítalíu gerði krókódíl í eigu mafíuforingjans Sergio Di Mauro upptækan við húsleit á heimili hans í síðustu viku. Krókódíllinn er um 45 kíló að þyngd og tæplega tveggja metra langur og hefur lögregla Di Mauro grunaðan um að hafa notað skepnuna til að ógna fólki sem hann kúgaði fé út úr eða notaði í ýmiss konar skítverk í nafni mafíunnar. Di Mauro var reyndar ekki handtekinn en má eiga von á kæru fyrir að halda ólöglegt gæludýr. Þá rannsakar lögregla meinta fjárkúgunarstarfsemi hans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×