Segir tóma blekkingu að Noregur standi utan ESB 25. september 2009 06:00 Fredrik Sejersted segir að Evrópska efnahagssvæðið verði enn undarlegra fyrirbæri ef Ísland fari yfir í Evrópusambandið.Fréttablaðið/GVA „Það er tóm blekking að Noregur standi utan við Evrópusambandið,“ sagði Fredrik Sejersted, formaður Evrópuréttarstofnunar Óslóarháskóla, á morgunverðarfundi um stöðu Noregs í Evrópu sem haldinn var í Norræna húsinu í gær. Síðan Evrópska efnahagssvæðið var stofnað fyrir fimmtán árum hefur það vaxið mjög að umfangi, bæði vegna þess að aðildarríkjum ESB hefur fjölgað úr 15 í 27, lagasafnið hefur vaxið úr 1.500 lagagerningum í 6.000, og svo hefur framkvæmd og túlkun laganna teygt áhrifasvið þeirra inn á æ fleiri svið samfélagsins. Sejersted, sem er prófessor í stjórnskipunar- og Evrópurétti, segir Norðmenn jafnvel duglegri en sum af nýrri aðildarríkjum Evrópusambandsins við að innleiða nýjar reglur frá Brussel, þannig að í raun geti tengsl Noregs við sambandið talist nánari en tengsl sumra aðildarríkjanna. Sú blekking að Noregur sé alls ekki í þessum nánu tengslum við Evrópusambandið, heldur standi utan við, skekkir síðan alla umræðu í Noregi um Evrópusambandið. Þróun mála hér á landi hefur hins vegar mikil áhrif á framhald mála í Noregi: „Ísland stjórnar norsku Evrópusambandsumræðunni,“ segir Sejersted. Sjálfur vonast hann til þess að Ísland samþykki aðild að Evrópusambandinu, ekki vegna þess að hann hafi sérstaka skoðun á því hvort aðild sé góð eða slæm fyrir Ísland, heldur vegna þess að þá færi af stað umræða um málið í Noregi. Sú umræða hafi í reynd legið niðri í fimmtán ár, eða síðan Norðmenn felldu aðildarsamning í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Flestum í Noregi er illa við Evrópska efnahagssvæðið,“ segir Sejersted en telur samt ólíklegt að Norðmenn gangi í ESB, jafnvel þótt Evrópska efnahagssvæðið verði æ undarlegra fyrirbæri án Íslands, ekki síst ef nokkur örríki í Evrópu bættust í hópinn. Það var Háskólinn á Bifröst sem efndi til morgunverðarfundarins í Norræna húsinu. Að loknu erindi Sejersteds tóku til máls þau Elvira Mendez, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, og Eiríkur Bergmann Einarsson, dósent við félagsvísindadeild Háskólans á Bifröst. „Ég spái því að Ísland gangi ekki í ESB í fyrirsjáanlegri framtíð,“ sagði Eiríkur Bergmann. Það væri þá helst ef efnahagsástandið héldi áfram að versna. „Þá gætu Íslendingar í augnabliks geðveiki átt það til að segja já, en á venjulegum degi munu þeir segja nei.“ gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Fleiri fréttir Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Sjá meira
„Það er tóm blekking að Noregur standi utan við Evrópusambandið,“ sagði Fredrik Sejersted, formaður Evrópuréttarstofnunar Óslóarháskóla, á morgunverðarfundi um stöðu Noregs í Evrópu sem haldinn var í Norræna húsinu í gær. Síðan Evrópska efnahagssvæðið var stofnað fyrir fimmtán árum hefur það vaxið mjög að umfangi, bæði vegna þess að aðildarríkjum ESB hefur fjölgað úr 15 í 27, lagasafnið hefur vaxið úr 1.500 lagagerningum í 6.000, og svo hefur framkvæmd og túlkun laganna teygt áhrifasvið þeirra inn á æ fleiri svið samfélagsins. Sejersted, sem er prófessor í stjórnskipunar- og Evrópurétti, segir Norðmenn jafnvel duglegri en sum af nýrri aðildarríkjum Evrópusambandsins við að innleiða nýjar reglur frá Brussel, þannig að í raun geti tengsl Noregs við sambandið talist nánari en tengsl sumra aðildarríkjanna. Sú blekking að Noregur sé alls ekki í þessum nánu tengslum við Evrópusambandið, heldur standi utan við, skekkir síðan alla umræðu í Noregi um Evrópusambandið. Þróun mála hér á landi hefur hins vegar mikil áhrif á framhald mála í Noregi: „Ísland stjórnar norsku Evrópusambandsumræðunni,“ segir Sejersted. Sjálfur vonast hann til þess að Ísland samþykki aðild að Evrópusambandinu, ekki vegna þess að hann hafi sérstaka skoðun á því hvort aðild sé góð eða slæm fyrir Ísland, heldur vegna þess að þá færi af stað umræða um málið í Noregi. Sú umræða hafi í reynd legið niðri í fimmtán ár, eða síðan Norðmenn felldu aðildarsamning í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Flestum í Noregi er illa við Evrópska efnahagssvæðið,“ segir Sejersted en telur samt ólíklegt að Norðmenn gangi í ESB, jafnvel þótt Evrópska efnahagssvæðið verði æ undarlegra fyrirbæri án Íslands, ekki síst ef nokkur örríki í Evrópu bættust í hópinn. Það var Háskólinn á Bifröst sem efndi til morgunverðarfundarins í Norræna húsinu. Að loknu erindi Sejersteds tóku til máls þau Elvira Mendez, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, og Eiríkur Bergmann Einarsson, dósent við félagsvísindadeild Háskólans á Bifröst. „Ég spái því að Ísland gangi ekki í ESB í fyrirsjáanlegri framtíð,“ sagði Eiríkur Bergmann. Það væri þá helst ef efnahagsástandið héldi áfram að versna. „Þá gætu Íslendingar í augnabliks geðveiki átt það til að segja já, en á venjulegum degi munu þeir segja nei.“ gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Fleiri fréttir Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Sjá meira