Segir tóma blekkingu að Noregur standi utan ESB 25. september 2009 06:00 Fredrik Sejersted segir að Evrópska efnahagssvæðið verði enn undarlegra fyrirbæri ef Ísland fari yfir í Evrópusambandið.Fréttablaðið/GVA „Það er tóm blekking að Noregur standi utan við Evrópusambandið,“ sagði Fredrik Sejersted, formaður Evrópuréttarstofnunar Óslóarháskóla, á morgunverðarfundi um stöðu Noregs í Evrópu sem haldinn var í Norræna húsinu í gær. Síðan Evrópska efnahagssvæðið var stofnað fyrir fimmtán árum hefur það vaxið mjög að umfangi, bæði vegna þess að aðildarríkjum ESB hefur fjölgað úr 15 í 27, lagasafnið hefur vaxið úr 1.500 lagagerningum í 6.000, og svo hefur framkvæmd og túlkun laganna teygt áhrifasvið þeirra inn á æ fleiri svið samfélagsins. Sejersted, sem er prófessor í stjórnskipunar- og Evrópurétti, segir Norðmenn jafnvel duglegri en sum af nýrri aðildarríkjum Evrópusambandsins við að innleiða nýjar reglur frá Brussel, þannig að í raun geti tengsl Noregs við sambandið talist nánari en tengsl sumra aðildarríkjanna. Sú blekking að Noregur sé alls ekki í þessum nánu tengslum við Evrópusambandið, heldur standi utan við, skekkir síðan alla umræðu í Noregi um Evrópusambandið. Þróun mála hér á landi hefur hins vegar mikil áhrif á framhald mála í Noregi: „Ísland stjórnar norsku Evrópusambandsumræðunni,“ segir Sejersted. Sjálfur vonast hann til þess að Ísland samþykki aðild að Evrópusambandinu, ekki vegna þess að hann hafi sérstaka skoðun á því hvort aðild sé góð eða slæm fyrir Ísland, heldur vegna þess að þá færi af stað umræða um málið í Noregi. Sú umræða hafi í reynd legið niðri í fimmtán ár, eða síðan Norðmenn felldu aðildarsamning í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Flestum í Noregi er illa við Evrópska efnahagssvæðið,“ segir Sejersted en telur samt ólíklegt að Norðmenn gangi í ESB, jafnvel þótt Evrópska efnahagssvæðið verði æ undarlegra fyrirbæri án Íslands, ekki síst ef nokkur örríki í Evrópu bættust í hópinn. Það var Háskólinn á Bifröst sem efndi til morgunverðarfundarins í Norræna húsinu. Að loknu erindi Sejersteds tóku til máls þau Elvira Mendez, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, og Eiríkur Bergmann Einarsson, dósent við félagsvísindadeild Háskólans á Bifröst. „Ég spái því að Ísland gangi ekki í ESB í fyrirsjáanlegri framtíð,“ sagði Eiríkur Bergmann. Það væri þá helst ef efnahagsástandið héldi áfram að versna. „Þá gætu Íslendingar í augnabliks geðveiki átt það til að segja já, en á venjulegum degi munu þeir segja nei.“ gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira
„Það er tóm blekking að Noregur standi utan við Evrópusambandið,“ sagði Fredrik Sejersted, formaður Evrópuréttarstofnunar Óslóarháskóla, á morgunverðarfundi um stöðu Noregs í Evrópu sem haldinn var í Norræna húsinu í gær. Síðan Evrópska efnahagssvæðið var stofnað fyrir fimmtán árum hefur það vaxið mjög að umfangi, bæði vegna þess að aðildarríkjum ESB hefur fjölgað úr 15 í 27, lagasafnið hefur vaxið úr 1.500 lagagerningum í 6.000, og svo hefur framkvæmd og túlkun laganna teygt áhrifasvið þeirra inn á æ fleiri svið samfélagsins. Sejersted, sem er prófessor í stjórnskipunar- og Evrópurétti, segir Norðmenn jafnvel duglegri en sum af nýrri aðildarríkjum Evrópusambandsins við að innleiða nýjar reglur frá Brussel, þannig að í raun geti tengsl Noregs við sambandið talist nánari en tengsl sumra aðildarríkjanna. Sú blekking að Noregur sé alls ekki í þessum nánu tengslum við Evrópusambandið, heldur standi utan við, skekkir síðan alla umræðu í Noregi um Evrópusambandið. Þróun mála hér á landi hefur hins vegar mikil áhrif á framhald mála í Noregi: „Ísland stjórnar norsku Evrópusambandsumræðunni,“ segir Sejersted. Sjálfur vonast hann til þess að Ísland samþykki aðild að Evrópusambandinu, ekki vegna þess að hann hafi sérstaka skoðun á því hvort aðild sé góð eða slæm fyrir Ísland, heldur vegna þess að þá færi af stað umræða um málið í Noregi. Sú umræða hafi í reynd legið niðri í fimmtán ár, eða síðan Norðmenn felldu aðildarsamning í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Flestum í Noregi er illa við Evrópska efnahagssvæðið,“ segir Sejersted en telur samt ólíklegt að Norðmenn gangi í ESB, jafnvel þótt Evrópska efnahagssvæðið verði æ undarlegra fyrirbæri án Íslands, ekki síst ef nokkur örríki í Evrópu bættust í hópinn. Það var Háskólinn á Bifröst sem efndi til morgunverðarfundarins í Norræna húsinu. Að loknu erindi Sejersteds tóku til máls þau Elvira Mendez, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, og Eiríkur Bergmann Einarsson, dósent við félagsvísindadeild Háskólans á Bifröst. „Ég spái því að Ísland gangi ekki í ESB í fyrirsjáanlegri framtíð,“ sagði Eiríkur Bergmann. Það væri þá helst ef efnahagsástandið héldi áfram að versna. „Þá gætu Íslendingar í augnabliks geðveiki átt það til að segja já, en á venjulegum degi munu þeir segja nei.“ gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira