Erlent

Irina Bokava stýrir UNESCO

Irina Bokava tekur við stjórn menningarmála.
fréttablaðið/AP
Irina Bokava tekur við stjórn menningarmála. fréttablaðið/AP
Frakkland, AP Irina Bokava, sendiherra Búlgaríu í Frakklandi, verður næsti framkvæmdastjóri UNESCO, menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna.

Stjórn stofnunarinnar þurfti fimm sinnum að greiða atkvæði en tók á endanum Bokava fram yfir Farouk Hosny, umdeildan menningarmálaráðherra Egyptalands.

Hosny þótti lengi vel líklegur til að hreppa hnossið, þrátt fyrir að hann stjórni ritskoðun Egyptalands og hafi á síðasta ári hótað að brenna ísraelskar bækur.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×