Erlent

Sjóræningjar láta enn til skarar skríða

Sómalskir sjóræningjar ruddustu um borð í skip sem var á leið til höfuðborgarinnar Mogadishu og skutu skipstjórann til bana. Skipstjórinn, sem var frá Alsír hafði neitað að verða við skipunum ræningjanna um að breyta um stefnu á skipinu að sögn sómalskra yfirvalda.

Sjórán hafa verið tíð undan ströndum Sómalíu en þetta mun vera í fyrsta sinn sem þeir láta til skarar skríða svo nærri höfuðborg landsins. Hermenn á vegum Afríkusambandsins brugðust skjótt við og frelsðuðu áhöfn skipsins sem siglir undir fána Panama.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×